Eyðing landsbyggðar í umboði stjórnvalda

Alltaf berast reglulega nýjar fréttir af lokun starfsstöðva í sjávarútvegi, sem staðsettar eru í jaðarbyggðum. Hafa stjórnvöld eitthvað aðhafst til að stemma stigu við þessu? Ætla stjórnvöld að gera eitthvað til að koma í veg fyrir að þessi atvinnuvegur, sem jaðarbyggðirnar byggja tilveru sína á, hvarfi frá þeim? Hverfi frá þeim í krafti hinnar svokölluðu græðgisvæðingar.
mbl.is Samherji lokar vinnslustöð á Hjalteyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Jón Arnarson

Enn eitt dæmið um hvar Samherji skilur eftir sig sviðna jörð.

Það má orðið ganga að því að vísu að ef Samherji kemur að rekstri smáfyrirtækis í jaðarbyggð, þá er það fyrirtæki dauðadæmt. Það eina sem þeir hafa áhuga á eru aflaheimildir og gróði. 

Ívar Jón Arnarson, 24.9.2007 kl. 10:59

2 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Þeir eru til skammar

Einar Bragi Bragason., 24.9.2007 kl. 11:00

3 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Fyrst er að eyða lífríkinu með ótruflarði beitingu stórvirkra trolla.  JAfna allt og mylja niður.

Ég þakka þér pistilinn hér neðar.  ÞAr lýsir þú nánast sömu skoðunum og ég hef verið að halda fram, við stórfurðulega litlar undirtektir ,,fræðimanna" við Hafró. 

Sumir þeirra manna eru mikið lærðir en virðast ekki vilja skilja það sme svona hobbýlesurum á Náttúrufræði, finnst sjálfgefið.  Ameríkaninn fór í gegnum þetta allt saman við strendur Flórida og hófu þéri skipulega að sekkja skipum, hergögnum og öðru sem búið vara ð hreinsa af spilliefnum.

Við sem höfum verið við sjávarsíðuna og unnið eitthvað til sjós, vitum, að líf kemur fljótt í kringum flökin.  ÞEtta sést afar vel fyrir vestan, hvar slóðin er stundum í kringum svoleiðis og hvert trollið af öðru er fast í einmitt slíku.

Kórallar vaxa afar hægt hér við land, sakir hitastigs en miklu mun hraðar í Flórida sjónum.  Líffræðingarnir í BNA fóru að taka við sér, þargar tregaðist með Sverðfiska og annað sem ríkir menn vilja veiða á sjóstöng.  Þá rönkuðu menn við sér og aurar voru settir í rannsóknir og niðurstaðan var semsé þessi, snauður sjór af æti, veggna þess, að kvikindin, sem eru fæða stærri fiska, höfðu hvergi skjól, hvorki fyrir straumum, né öðru.  flöt eyðimörk, líkt og kvað víða vera orðið hér við strendur.

Gamlir menn þekkja ekki lengur ,,bleyðurnar" sínar, hólarnir farnir og ,,dalirnir" fullir.

He´r þarf nýja hugsun.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 24.9.2007 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband