Af hverju er þorskstofninn að minka?

  Þessa dagana er sífellt verið að spyrja þessarar spurningar.Hver og einn sem hefur hagsmuna að gæta  kemur með skýringu sem fellur að einkahagsmunum hans. Hjá Hafrannsóknarstofnun er þess vandlega gætt að leggja ekki fram skýringar sem gætu strítt gegn hagsmunum stórútgerðarinnar, enda hagsmunir hjá stofnuninni í húfi, hún er  m.a. búin að fá frá stórútgerðinni að gjöf hafrannsóknarskip af nýjustu og fullkomnustu gerð.Við upphaf tuttugustu aldarinnar hófst togaraútgerð á íslandi. Fyrstu togararnir voru frumstæðir og skiluðu litlum árangri. Enda gekk útgerð þeirra brösuglega.Stöðug þróun var innan þessa útgerðarflokks alla tuttugustu öldina. Á áttunda áratugnum urðu nokkur þáttaskil með tilkomu skuttogara. Skuttogararnir sem þá bættust í flotann voru með mikið vélarafl, sé miðað við síðutogarana sem þeir leystu af hólmi. Einnig varð á þessum tíma þróun í veiðarfærum. Stál toghlerar komu í stað tré toghlera og nýjar tegundir botnvarpa komu í stað eldri og ófullkomnari gerða. Þetta varð þess valdandi að togararnir gátu nú farið að stunda veiðar sínar á svæðum sem áður voru óaðgengileg fyrir togveiðumToghlerar úr stáli, sem hvor um sig vigtuðu tvö til þrjú tonn og bobbingalengjur sem einnig vigtuðu fjölda tonna byrjuðu að vera dregin yfir viðkvæm svæði, hraunkarga og kórala. Á þessum tíma hófst niðurbrot náttúrulegs umhverfis á hafsbotninum við Ísland með fullum þunga. Ef togararnir urðu fyrir endurteknu veiðafæratjóni á tilteknum svæðum vegna hraunkarga eða kórala á hafsbotni var jafnvel gripið til þess óyndis úrræðs að taka veiðafærin inn og setja í þeirra stað út þungar keðjutrossur og draga þær fram og til baka til að brjóta niður og jafna yfirborð botnsins. Frá þeim tíma sem tilgreindur er hér að ofan hefur þróun í skipum og veiðafærum haldið áfram. Vélarafl skipana hefur þrefaldast. Algeng vélarstærð í togurum í dag er sex þúsund hestöfl.Þegar togari af nýjustu gerð hefur dregið veiðafæri sín eftir hafsbotninum stendur lítið eftir. Allar ójöfnur, tindar strýtur kóralar og hraungjótur hafa jafnast út, einungis stærstu klappir, standa eftir. Þessi tuga tonna veiðarfæri, sem togarar nútímans draga á eftir sér, drepa allt staðbundið líf sem þau rúlla eða skrapast yfir, hvort heldur það sé á yfirborði botnsins eða undir því.Ekki er nokkrum vafa undiropið að þau ógnvænlegu spjöll sem togveiðar valda á hafsbotninum og lífríki hans takmarka mjög líkur á að hrygning nytjastofna takist með eðlilegum hætti. Sömu ástæður takmarka einnig mjög möguleika fiskseiða að komast á legg. Eyðileggingin á lífríki hafsbotnsins skerðir fæðuframboðið í sjónum. Þetta kemur illa við lífslíkur fiskseiða og smáfiska. Smáfiskar og fiskseiði verða auðveld bráð stærri fiska, þar sem hin öruggu skjól, sem kóralar og hrungjótur veita ungviðinu, hafa verið eyðilögð.Þótt togveiðarnar hafi þegar valdið ógnvænlegum óafturkræfum spjöllum á náttúru og lífríki hafsbotnsins, er samt ekki um seinan að draga úr þeim eða stöðva. Verði togveiðum hætt gætu kóralar byrjað að vaxa á nýjan leik og mikilvægar lífverur sem í og á hafsbotni lifa munu einnig ná þar fótfestu að nýju.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Eins og talað út úr mínu hjarta.

Við börðumst hatrammri sjálfstæðisbaráttu fyrir verndun fiskimiðanna við Breta. Þau troll sem þeir notuðu voru eins og bágustu netaræflar í samanburði við þessi gereyðingarskrímsli.

Árni Gunnarsson, 29.7.2007 kl. 22:12

2 Smámynd: haraldurhar

    Sæll Guðjón.

     Tek undir þessi sjónamið þín varðandi bontvörpuveiðar, ég hef til margra ára verið fylgjandi lokun hluta landgrunnsins, fyrir togveiðum.  Eyðilegging lífkefisins hefur eins og þú segir miklu meiri áhrif á fiskmagn í sjónum, en veiðar.  Mín skoðun er sú að rockhopperinn, hafi verið stór skaðvaldur, vegna þess hve mörg togsvæði opnuðust við tilkomu hans.  Það var sérstaklega tekið fram í fréttum af komu nýjasta fiskiskips landsins. b/v. Brimnes að hann hefði 100 tonna togkraft.   Að lokum legg ég til að við sökkvum úreldum skipum á vinsælar togslóðir, því eins og þú veist þá kemur strax líf í kringum flök.

kv. h.

haraldurhar, 29.7.2007 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband