9.12.2009 | 17:00
Fyrning aflaheimilda
Þessa dagana er haldið úti miklu áróðursstríði af þeim sem eru á móti fyrningarleið þeirri sem stjórnvöld hafa ákveðið að fara við innköllun aflaheimilda. Hver sveitastjórnin á fætur annarri sendir frá sér ályktun um að nú fari allur sjávarútvegurinn á hausinn. Það sama gera framkvæmdastjórar stórútgerðarinnar og talsmenn LÍÚ, sem virðast hugsa mjög þröngt og eingöngu um eigin hag. Engu máli virðist skipta þótt viðkomandi sveitastjórnir sitji í nánast kvótalausum sjávarplássum, af þeirri ástæðu að þær aflaheimildir sem í þeim voru hafi verið seldar burt. Í þeim flokki má nefna bæjarstjórn Vesturbyggðar og bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar. Sé pólitísk samsetning þeirra sveitastjórna sem svona láta skoðuð kemur í ljós að þær eiga það sameiginlegt að vera af meirihluta skipaðar fólki úr hagsmunagæsluflokki LÍÚ, nefnilega sjálfstæðisflokknum. Sveitastjórn Grímseyjar hefur verið að gefa tóninn í þessa átt, þrátt fyrir að atvinnulífið í Grímsey hafi þegar orðið fyrir þungu áfalli vegna kvótasölu úr eyjunni. Sveitastjórnin þar er að öllum líkindum skipuð kvótaeigendum. Rétt er að róa þessa ágætu sveitastjórn með því að benda henni á að þetta kvótakerfi sem við nú búum við er alveg sama blindgatan fyrir byggðina í Grímsey eins og það hefur svo áþreifanlega reynst fjölda annarra sjávarbyggða vítt og breitt um landið. Það verður ekki nýliðun í sjávarútvegi í Grímsey frekar en annarstaðar. Innan ekki langs tíma að öllu óbreyttu munu því restin af kvótaeigendum þar yfirgefa eyjuna með fulla vasa af kvótapeningum og byggðin þar leggjast af.
Á þeim tímamótum sem nú eru að renna upp í íslenskum sjávarútvegi er brínt að stjórnvöld séu staðföst á sinni vegferð og láti ekki undan þrýstingi frá sérhagsmunagæslumönnum sem láta mikinn um þessar mundir.
Eitt aðal áróðursvopnið í höndum andstæðinga fyrningarleiðarinnar er að benda á að 90% aflaheimilda hafi skipt um hendur síðan kvótakerfinu var komið á. Að það fólk sem eigi aflaheimildirnar" nú hafi keypt þær dýrum dómum. Greinarhöfundur kallar eftir réttum upplýsingum hvað þetta varðar. Það blasir við að öll kjölfestu fyrirtækin í íslenskum sjávarvegi eiga uppruna sinn frá því löngu fyrir daga kvótakerfisins. Eftirfarandi er upptalning þessara fyrirtækja: HB Grandi hf, Guðmundur Runólfsson hf, Soffanías Cecilsson hf, Fisk-Seafood hf, Samherji hf, Eskja hf, Síldarvinnslan hf, Skinney og Þinganes hf, Ísfélagið hf, Vinnslustöðin hf, Bergur Huginn hf, Þorbjörninn hf. Töluvert af fyrirtækjum hefur runnið inn í þessi fyrirtæki. þau hafa verið drjúg í að yfirtaka og leggja af veiðar og vinnslu í minni sjávarplássum, þau hafa einnig staðið að stærstum hluta þess brasks, sem viðgengist hefur í kerfinu. Fyrrgreind fyrirtæki fara með eignarhald" á stærstum hluta aflaheimilda á Íslandsmiðum. Af þessu má ráða að fullyrðingin um að 90% aflaheimilda hafi skipt um hendur og verið keyptur dýrum dómum eru fráleidd ósannindi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.9.2007 | 10:44
Eyðing landsbyggðar í umboði stjórnvalda
Samherji lokar vinnslustöð á Hjalteyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.9.2007 | 21:23
Umgengni sjómanna á fiskimiðunum við landið mun nú versna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.7.2007 | 22:02
Af hverju er þorskstofninn að minka?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.7.2007 | 21:56
Er ástæða til að endurskoða lögin um stjórnun fiskveiða?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.6.2007 | 18:22
Beita náttúruverndarsamtökin sér fyrir verndun náttúru hafsbotnsins?
Náttúruverndarsamtökin skora á sjávarútvegsráðherra að fara að ráðgjöf Hafró | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.6.2007 | 15:44
Náttúruspjöll á hafsbotni
Veiðar með botnvörpu drepa allan botngróður og staðbundnar lífverur sem lifa á hafsbotninum. Við togveiðar brotna niður kórallar og hraunkargi sléttist út. Hliðarverkanir togveiða eru því þær að allt skjól, sem er svo mikilvægt fyrir ungviðið, eyðilegst og fæðuframboð skerðist all verulega.
Það er því mikilvægast af öllu fyrir lífríkið í sjónum að banna togveiðar eða draga all verulega úr þeim.
Hafró leggur til þriðjungs samdrátt í þorskafla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2007 | 21:55
Ætlar þessi stjórn að halda landinu í byggð?
Meginmarkmið stjórnmála að skapa samfélag þar sem fólki líður vel | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Staða starfsfólks Kambs mjög alvarleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.3.2007 | 11:53
Er Framsókn að fara í kosningafötin
Þetta er svolítið athyglisvert hjal hjá framsókn. Flokki sem hefur síðastliðin 3 kjörtímabil beitt sér fyrir því að færa nýtingarrétt og afrakstur sjávarauðlindarinnar frá fólk hinna dreifðu byggða landsins og á hendur örfárra auðjöfra.
Framsóknarmenn vilja stjórnarskrárákvæði um auðlindir landsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)