Flateyri sameinast brunarústunum sem Framsókn hefur skapað allt í kringum landið.

Ég vona bara að stjórnvöldum fari að bera gæfa til að byggðatengja fiskveiðiheimildirnar. Sjávarútvegurinn hefur verið atvinnuvegur landsbyggðarinnar. Það þarf að tryggja með lögum að nægar fiskveðiheimildir séu og verði til staðar í öllum sjávarbygðum. Látum auðmennina beita kröftum sínum í annað en að leggja hinar dreifðu byggðir í rúst.
mbl.is Staða starfsfólks Kambs mjög alvarleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

"byggðatengja fiskveiðiheimildirnar" er það þá bæjarstjórnin á hverjum stað sem ákveður hvaða fyrirtæki fær að lifa og hver ekki?

Grímur Kjartansson, 19.5.2007 kl. 22:02

2 Smámynd: Eygló Þóra Harðardóttir

Hvernig ósköpunum getur Framsókn borið ábyrgð á þessu? 

-Hver hefur stjórnað Sjávarútvegsráðuneytinu síðustu þrjú kjörtímabil? 

-Hver kom á framsalinu?

Hver situr núna sem sjávarútvegsráðherra og skilur bara ekkert í því hvernig þetta gat gerst?  Þarftu ekki frekar að ræða þetta við væntanlega ráðherra í Baugsstjórninni? 

Eygló Þóra Harðardóttir, 20.5.2007 kl. 07:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband