Færsluflokkur: Bloggar

Fyrning aflaheimilda

 

Þessa dagana er haldið úti miklu áróðursstríði af þeim sem eru á móti fyrningarleið þeirri sem stjórnvöld hafa ákveðið að fara við innköllun aflaheimilda. Hver sveitastjórnin á fætur annarri sendir frá sér ályktun um að nú fari allur sjávarútvegurinn á hausinn. Það sama gera framkvæmdastjórar stórútgerðarinnar og talsmenn LÍÚ, sem virðast hugsa mjög þröngt og eingöngu um eigin hag. Engu máli virðist skipta þótt viðkomandi sveitastjórnir sitji í nánast kvótalausum sjávarplássum, af þeirri ástæðu að þær aflaheimildir sem í þeim voru hafi verið seldar burt. Í þeim flokki má nefna bæjarstjórn Vesturbyggðar og bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar. Sé pólitísk samsetning þeirra sveitastjórna sem svona láta skoðuð kemur í ljós að þær eiga það sameiginlegt að vera af meirihluta skipaðar fólki úr hagsmunagæsluflokki LÍÚ, nefnilega sjálfstæðisflokknum. Sveitastjórn Grímseyjar hefur verið að gefa tóninn í þessa átt, þrátt fyrir að atvinnulífið í Grímsey hafi þegar orðið fyrir þungu áfalli vegna kvótasölu úr eyjunni. Sveitastjórnin þar er að öllum líkindum skipuð kvótaeigendum. Rétt er að róa þessa ágætu sveitastjórn með því að benda henni á að þetta kvótakerfi sem við nú búum við er alveg sama blindgatan fyrir byggðina í Grímsey eins og það hefur svo áþreifanlega reynst fjölda annarra sjávarbyggða vítt og breitt um landið. Það verður ekki nýliðun í sjávarútvegi í Grímsey frekar en annarstaðar. Innan ekki langs tíma að öllu óbreyttu munu því restin af kvótaeigendum þar yfirgefa eyjuna með fulla vasa af kvótapeningum og byggðin þar leggjast af.

Á þeim tímamótum sem nú eru að renna upp í íslenskum sjávarútvegi er brínt að stjórnvöld séu staðföst á sinni vegferð og láti ekki undan þrýstingi frá sérhagsmunagæslumönnum sem láta mikinn um þessar mundir.

Eitt aðal áróðursvopnið í höndum andstæðinga fyrningarleiðarinnar er að benda á að 90% aflaheimilda hafi skipt um hendur síðan kvótakerfinu var komið á. Að það fólk sem „eigi aflaheimildirnar" nú hafi keypt þær dýrum dómum. Greinarhöfundur kallar eftir réttum upplýsingum hvað þetta varðar. Það blasir við að öll kjölfestu fyrirtækin í íslenskum sjávarvegi eiga uppruna sinn frá því löngu fyrir daga kvótakerfisins. Eftirfarandi er upptalning þessara fyrirtækja: HB Grandi hf, Guðmundur Runólfsson hf, Soffanías Cecilsson hf,  Fisk-Seafood hf, Samherji hf, Eskja hf, Síldarvinnslan hf, Skinney og Þinganes hf, Ísfélagið hf, Vinnslustöðin hf, Bergur Huginn hf, Þorbjörninn hf.  Töluvert af fyrirtækjum hefur runnið inn í þessi fyrirtæki. þau hafa verið drjúg í að yfirtaka og leggja af veiðar og vinnslu í minni sjávarplássum, þau hafa einnig staðið að stærstum hluta þess brasks, sem viðgengist hefur í kerfinu. Fyrrgreind fyrirtæki fara með „eignarhald" á stærstum hluta aflaheimilda á Íslandsmiðum. Af þessu má ráða að fullyrðingin um að 90% aflaheimilda hafi skipt um hendur og verið keyptur dýrum dómum eru fráleidd ósannindi.

 


Eyðing landsbyggðar í umboði stjórnvalda

Alltaf berast reglulega nýjar fréttir af lokun starfsstöðva í sjávarútvegi, sem staðsettar eru í jaðarbyggðum. Hafa stjórnvöld eitthvað aðhafst til að stemma stigu við þessu? Ætla stjórnvöld að gera eitthvað til að koma í veg fyrir að þessi atvinnuvegur, sem jaðarbyggðirnar byggja tilveru sína á, hvarfi frá þeim? Hverfi frá þeim í krafti hinnar svokölluðu græðgisvæðingar.
mbl.is Samherji lokar vinnslustöð á Hjalteyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umgengni sjómanna á fiskimiðunum við landið mun nú versna.

 Búið er að skerða veiðiheimildir á þorski hér við land um þriðjung. Þessi skerðing er þess valdandi að útvegsmenn sem takmarkaðar þorskveiðiheimildir áttu, eiga þær enn takmarkaðri nú. Þar sem meira verð fæst fyrir hvert kg ef fiskurinn er stór en ef hann er smár hefur verið nokkuð algengt að á fiskimiðunum séu stærstu þorskarnir tíndir úr aflanum og restinni af honum, sem allt er dauður fiskur, síðan hent í hafið aftur. Þetta er gert í þeim tilgangi að hámarka verðmæti hvers tonns sem landað er. Eftir ofangreinda skerðingu má fullvíst telja að það muni aukast að einungis stærstu og verðmestu fiskarnir séu hirtir og restinni hent dauðum í hafið. Einstaka útvegsbændur hafa tjáð greinarhöfundi að þeir hafi hreinlega ekki efni á öðru en að hámarka aflaverðmætið á þennan hátt. Þar sem ekki er hægt að stunda veiðar á öðrum fisktegundum, svo sem ýsu, ufsa og karfa, nema fá þorsk sem meðafla, verða þeir sem stunda veiðar á þessum tegundum og ekki eiga, eða hafa leigt, aflaheimildir fyrir þorski að henda aftur dauðum í hafið öllum þorski sem þeir fá sem meðafla. Fiskveiðistjórnunarkerfi sem hefur í för með sér jafn mikið viðringarleysi fyrir lífríki sjávar og leiðir af sér jafn nöturlega umgengni sem staðreyndin er með íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið getur varla talist nothæft til framtíðar í óbreyttri mynd.Til að réttlæta notkun núgildandi fiskveiðistjórnunarkerfis án nokkura breytinga heyrast hinir framtakslausu stjórnmálamenn okkar jafnan segja “þrátt fyrir allt þá finnst ekkert annað fiskveiðistjórnunarkerfi, sem er betra en það sem við höfum”.Greinarhöfundi langar að vita tilganginn í að svifta sjómenn veiðileyfi komi þeir með meðafla að landi, sem þeir hafa veitt af fisktegundum, sem þeir ekki hafa aflaheimildir fyrir.Fiskurinn sem þessi meðafli samanstendur af hefur verið veiddur og aflífaður þegar viðkomandi sjómenn neyðast til að henda honum aftur í hafið.Greinarhöfundur leggur til að hætt verði að refsa fyrir að koma með afla að landi sem ekki eru fisikveiðiheimildir fyrir. Þess í stað verði tekið á máti þessum afla. Sjómönnum greidd þóknun fyrir að koma með hann að landi, en andvirði hans renni að öðru leiti í ríkissjóð. Greinarhöfundur leggur til að sjómenn ákveði sjálfir þegar þeir koma að landi hversu stórum hluta af lönduðum afla þeir ráðstafi á þennan hátt. Í lok hvers fiskveiðiárs verður síðan tekið saman hversu miklum afla var landað fram hjá kvóta með þessum hætti og hann dregin frá aflheimildum næsta árs á eftir, áður en þeim er úthlutað.Þessi breyting á fiskveiðistjórnunarkerfinu mun skila miklum fjármunum í ríkissjóð. Þannig fengi eigendi auðlindarinnar sem í orði og samkvæmt lögum er íslenska þjóðin umtalsverðan arð. Margfalt meiri en það sýndarmennsku-veiðigjald sem fram að þessu var innheimt fyrir afnotin af auðlindinni, en hefur reyndar verið aflagt nú til mótvægis skerðingar þorskveiðiheimilda.

Af hverju er þorskstofninn að minka?

  Þessa dagana er sífellt verið að spyrja þessarar spurningar.Hver og einn sem hefur hagsmuna að gæta  kemur með skýringu sem fellur að einkahagsmunum hans. Hjá Hafrannsóknarstofnun er þess vandlega gætt að leggja ekki fram skýringar sem gætu strítt gegn hagsmunum stórútgerðarinnar, enda hagsmunir hjá stofnuninni í húfi, hún er  m.a. búin að fá frá stórútgerðinni að gjöf hafrannsóknarskip af nýjustu og fullkomnustu gerð.Við upphaf tuttugustu aldarinnar hófst togaraútgerð á íslandi. Fyrstu togararnir voru frumstæðir og skiluðu litlum árangri. Enda gekk útgerð þeirra brösuglega.Stöðug þróun var innan þessa útgerðarflokks alla tuttugustu öldina. Á áttunda áratugnum urðu nokkur þáttaskil með tilkomu skuttogara. Skuttogararnir sem þá bættust í flotann voru með mikið vélarafl, sé miðað við síðutogarana sem þeir leystu af hólmi. Einnig varð á þessum tíma þróun í veiðarfærum. Stál toghlerar komu í stað tré toghlera og nýjar tegundir botnvarpa komu í stað eldri og ófullkomnari gerða. Þetta varð þess valdandi að togararnir gátu nú farið að stunda veiðar sínar á svæðum sem áður voru óaðgengileg fyrir togveiðumToghlerar úr stáli, sem hvor um sig vigtuðu tvö til þrjú tonn og bobbingalengjur sem einnig vigtuðu fjölda tonna byrjuðu að vera dregin yfir viðkvæm svæði, hraunkarga og kórala. Á þessum tíma hófst niðurbrot náttúrulegs umhverfis á hafsbotninum við Ísland með fullum þunga. Ef togararnir urðu fyrir endurteknu veiðafæratjóni á tilteknum svæðum vegna hraunkarga eða kórala á hafsbotni var jafnvel gripið til þess óyndis úrræðs að taka veiðafærin inn og setja í þeirra stað út þungar keðjutrossur og draga þær fram og til baka til að brjóta niður og jafna yfirborð botnsins. Frá þeim tíma sem tilgreindur er hér að ofan hefur þróun í skipum og veiðafærum haldið áfram. Vélarafl skipana hefur þrefaldast. Algeng vélarstærð í togurum í dag er sex þúsund hestöfl.Þegar togari af nýjustu gerð hefur dregið veiðafæri sín eftir hafsbotninum stendur lítið eftir. Allar ójöfnur, tindar strýtur kóralar og hraungjótur hafa jafnast út, einungis stærstu klappir, standa eftir. Þessi tuga tonna veiðarfæri, sem togarar nútímans draga á eftir sér, drepa allt staðbundið líf sem þau rúlla eða skrapast yfir, hvort heldur það sé á yfirborði botnsins eða undir því.Ekki er nokkrum vafa undiropið að þau ógnvænlegu spjöll sem togveiðar valda á hafsbotninum og lífríki hans takmarka mjög líkur á að hrygning nytjastofna takist með eðlilegum hætti. Sömu ástæður takmarka einnig mjög möguleika fiskseiða að komast á legg. Eyðileggingin á lífríki hafsbotnsins skerðir fæðuframboðið í sjónum. Þetta kemur illa við lífslíkur fiskseiða og smáfiska. Smáfiskar og fiskseiði verða auðveld bráð stærri fiska, þar sem hin öruggu skjól, sem kóralar og hrungjótur veita ungviðinu, hafa verið eyðilögð.Þótt togveiðarnar hafi þegar valdið ógnvænlegum óafturkræfum spjöllum á náttúru og lífríki hafsbotnsins, er samt ekki um seinan að draga úr þeim eða stöðva. Verði togveiðum hætt gætu kóralar byrjað að vaxa á nýjan leik og mikilvægar lífverur sem í og á hafsbotni lifa munu einnig ná þar fótfestu að nýju.

Er ástæða til að endurskoða lögin um stjórnun fiskveiða?

  Það fer ekki framhjá neinum sem ferðast um Ísland, og fer úr einu sjávarplássi í annað að kvótakerfið er búið að eyða því sem tilvera, menning og lífsstíll íbúana í flestum þeirra hefur í gegnum tíðina byggst á.Efnamenn í þéttbýlinu bjóða stöðugt hærra og hærra í fiskveiðiheimildirnar sem hinar fáu  fjölskildu og einyrkjaútgerðir sem enn finnast á landsbyggðinni ráða yfir. Þeim einstaklingum sem fara með forræðið yfir veiðirétti þessa litlu atvinnueininga, er á þann hátt mútað til að láta hann af hendi. Selja hann frá sínu fólki og úr sinni heimabyggð. Atvinnuréttinn sem þetta fólk, kynstlóð fram af kynslóð, hefur byggt tilveru sína á. Þær veiðiheimildir sem hafa verið seldar koma aldrei aftur. Það kemur engin fjölskyldu- eða einyrkjaútgerð í stað þeirrar sem misst hefur fiskveiðiheimildir sínar og lögð hefur verið af.  Af þessum sökum eru hin smærri sjávarpláss stöðugt að visna, eymdin að leggjast yfir og fólkið að flytja í burt. Fiskveiðistjórnunarkerfið hefur einnig leitt til þess að eignarhald smábáta og þær fiskveiðiheimildir sem þeir hafa, er að færast frá sjómönnunum sem á þeim starfa og á hendur efnamanna. Efnamennirnir leigja síðan fiskveiðiheimildirna fram og til baka sín á milli. Sjámennirnir sem á bátunum vinna eru arðrændir (látnir róa á hálfu kaupi) til að fjármanga leigubraskið. Þannig eru þeir neyddir til að halda braskinu gangandi á sinn kostnað og halda uppi arðseminni af  því. Þetta leiðir svo aftur til þess að söluverðmæti fiskveiðiheimildana hækkar. Ef einstaka sjómaður lætur í ljós óánægju sína með þessa stöðu mála við vinnuveitanda sinn fær hann  janfnan hið staðlaða svar: “ef þú ert óánægður með eitthvað vinur, farðu þá bara og finndu þér aðra vinnu”. Sjómenn sem róa á smábátum í dag hafa enga kjarasamninga. Þeir virðast því í svipaðri stöðu gagnvært vinnuveitendum sínum og kollegar þeirra við upphaf síðustu aldar, áður en verkalíðshreyfingarinnar fór að njóta við. Kannski er ekki óeðlilegt að spurt sé í þessu samhengi, hver er staða verkaliðshreyfingarinnar í nútíma samfélagi? Eru áhrif hennar kannski hægt og sígandi að fjara út? Reikna má með að margir vilji benda á að sú óheillavænlega þróun sem hér er rakin sé ásættanleg af þeirri ástæðu að hún leiði af sér aukna arðsemi sjávarútvegsins, þetta sé bara “hagræðing innan greinarinnar”.Í þessu samhengi er rétt að benda á að stórútgerðir þéttbýlisins, sem búnar er að sölsa undir sig megnið af fiskveiðihimildunum, eru ekki að skila neinum arði í merkingu þess orðs. Þrátt fyrir að orðið hafi miklar tækniframfarir í starfsemi þeirra hin síðari misseri og að þær hafi í dag yfir að ráða margfallt stærri og öflugri skipum en áður hafa sést á fiskimiðunum við strendur landsins.

Beita náttúruverndarsamtökin sér fyrir verndun náttúru hafsbotnsins?

Það eru hverfandi líkur á að uppbygging botnfiskistofna takist ef togveiðar halda áfram í sama umfangi og hingað til. Botnvarpan eyðileggur það náttúrulega umhverfi á hafsbotninum, sem fiskistofnarnir þurfa til að geta byggt sig upp.
mbl.is Náttúruverndarsamtökin skora á sjávarútvegsráðherra að fara að ráðgjöf Hafró
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Náttúruspjöll á hafsbotni

Veiðar með botnvörpu drepa allan botngróður og staðbundnar lífverur sem lifa á hafsbotninum. Við togveiðar brotna niður kórallar og hraunkargi sléttist út. Hliðarverkanir togveiða eru því þær að allt skjól, sem er svo mikilvægt fyrir ungviðið, eyðilegst og fæðuframboð skerðist all verulega.

Það er því mikilvægast af öllu fyrir lífríkið í sjónum að banna togveiðar eða draga all verulega úr þeim.


mbl.is Hafró leggur til þriðjungs samdrátt í þorskafla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætlar þessi stjórn að halda landinu í byggð?

Það er hagsæld hjá mörgum sem búa í þéttbýlinu, en hvað um þá sem búa í jaðarbyggðum við sjávarsíðuna og til sveita? Er kannski ekki ástæða til að skoða það?
mbl.is Meginmarkmið stjórnmála að skapa samfélag þar sem fólki líður vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flateyri sameinast brunarústunum sem Framsókn hefur skapað allt í kringum landið.

Ég vona bara að stjórnvöldum fari að bera gæfa til að byggðatengja fiskveiðiheimildirnar. Sjávarútvegurinn hefur verið atvinnuvegur landsbyggðarinnar. Það þarf að tryggja með lögum að nægar fiskveðiheimildir séu og verði til staðar í öllum sjávarbygðum. Látum auðmennina beita kröftum sínum í annað en að leggja hinar dreifðu byggðir í rúst.
mbl.is Staða starfsfólks Kambs mjög alvarleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Framsókn að fara í kosningafötin

Þetta er svolítið athyglisvert hjal hjá framsókn. Flokki sem hefur síðastliðin 3 kjörtímabil beitt sér fyrir því að færa nýtingarrétt og afrakstur sjávarauðlindarinnar frá fólk hinna dreifðu byggða landsins og á hendur örfárra auðjöfra. 


mbl.is Framsóknarmenn vilja stjórnarskrárákvæði um auðlindir landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband