Guðjón Ingólfsson

Ég er fæddur og uppalinn í Ingólfsfirði á Ströndum. Lauk barnaskólaprófi frá barnaskólanum að Finnbogastöðum í Trékyllisvík vorið 1970, útskrifaðist sem vélfræðingur frá Vélskóla Íslands vorið 1978 og sem verkfræðingur frá Háskólanum í Álaborg í Danmörku vorið 1991. Mér er annt um jaðarbyggðir þessa lands og hef all nokkrar áhyggjur af þeirri hnignun sem hefur verið að eiga sér stað í þeim undanfarið.

Ég er mjög á móti því kerfi sem notað er hér á landi við stjórnun fiskveiða og tel það upphaf og undirliggjandi orsök þess efnahagslegahruns sem þjóð okkar hefur orðið fyrir. Það hefur auk þessa eyðilagt afkomumöguleika og komið í veg fyrir nýliðun íbúa í jaðarbyggðum.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband